top of page
SILD_SoMe_TIX_1500x500_v1.png

Næstu sýningar

Siglufjörður
8.10 & 9.10

Verð

4500 kr.

Sýningarlengd

60. mín
  • w-facebook
  • White Instagram Icon

,,Það var mjög mikið kapp á milli síldarstúlkna! Sérstaklega á milli okkar siglfirsku.”

 

Síldarstúlkur er einleikur á fjölum Rauðku sem fjallar um minningar kvenna af síldarævintýrinu á Siglufirði. Leikkonan Halldóra Guðjónsdóttir segir sögur síldarstúlkna af öllum stéttum sem sameinuðust á bryggjunni frá síðustu aldamótum þar til síldin hvarf af Íslandsmiðum á sjöunda áratugnum. Um tónlist sér harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir og leikstjórn er í höndum Andreu Elínar Vilhjálmsdóttur. Síldarstúlkur er lífleg nýjung í þá flóru sem fjallar um síldarárin á Siglufirði.

Leikritið dregur fram í sviðsljósið upplifanir síldarstúlkna af kvennamenningu þessara ára, viðhorf þeirra til vinnu, fjölskyldulífs og félagslífs og hvernig tókst að uppfylla dagdrauma.

Handritið er að miklu leyti innblásið af sögum frá ömmum höfunda verksins. Amma Andreu hét Hólmfríður Steinþórsdóttir. Í september árið 1952 var hún ræst út í síld, en hún kallaði um hæl út um gluggann á Hlíðarveginum ,,ég get ekki komið, ég var að fæða!” - þá nýbúin að fæða barn, móður Andreu, Elínu Sigríði Björnsdóttur. Aðeins fáeinum dögum eftir barnsburðinn var Hólmfríður mætt aftur á síldarplanið. Amma Halldóru hét Ásta Katrín Jónsdóttir.  Eftir erilsama daga í síldinni eina vertíðina leitaði hún til læknis vegna þreytu. Fékk hún þá uppáskrifuð lyf til að geta saltað á daginn og saumað á nóttunni. Leiksýningin Síldarstúlkur glæðir sögur sem þessar lífi.
 

121130599_10158882741311944_5803415054196981834_o.jpg

Halldóra Guðjónsdóttir

Leikkona & höfundur

Margrét Arnardóttir

Tónlist & hljóðmynd

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Leikstjóri & höfundur

„Allt á kafi í snjó, ég fann mér föt sem hafa verið skilin eftir, góðar buxur og klofstígvél og lambhúsettu... Það veit enginn hvort að ég er karl eða kona, ég er bara eitthvað viðrini að pækla.“

Styrktaraðilar

Verkefnið er styrkt af Launasjóði listamanna, Uppbyggingarsjóði Noðurlands Eystra, Fjallabyggð og Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar . 

uppbyggingarsjodur_merki.jpeg
fjalla.jpg
LL_logo_blk_screen.png
bottom of page